Hoppa yfir valmynd
18. júlí 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Áform um friðlýsingu jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss í kynningu

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað.

Á svæðinu er afar fjölbreytt landslag þar sem fjöll, klettar og björg, víkur og tangar setja mikinn svip á landslagið. Víða má sjá berghlaup og grjótjökla, en frægast þeirra er Stórurð undir Dyrfjöllum. Að Stórurð liggur vinsæl gönguleið frá Vatnsskarði.

Svæðið er að hluta innan Úthéraðs þar sem fuglalíf er mjög fjölbreytt og meðal annars að finna tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum. Enn fremur eru á svæðinu merkar sögulegar minjar, m.a. gamall verslunarstaður og höfn við Krosshöfða og Stapavík.

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega.

Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 18. september 2019. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið [email protected] eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Upplýsingar á vef Umhverfisstofnunar

Úr Stapavík:

Úr Stapavík

Úr Stapavík

Úr Stapavík

Frá gönguleið við Stapavík

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta