Hoppa yfir valmynd
19. júlí 2019 Matvælaráðuneytið

Ráðherra ráðstafar 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða alls 23.316 þorskígildistonnum. Um árlega úthlutun er að ræða sem byggir á lögum um stjórn fiskveiða en samkvæmt þeim er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum,  línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Ráðstöfunin byggir einnig á þingsályktunartillögu nr. 38/1945 frá árinu 2016.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Stjórnvöld eru með þessari úthlutun að ráðstafa þeim aflaheimildum sem þau fara með forræði yfir. Ég er þeirrar skoðunar að þessum miklu verðmætum megi úthluta með öðrum og betri hætti en nú er gert. Því skipaði ég í maí sl. starfshóp til að endurskoða núgildandi kerfi og vænti ég þess að hópurinn ljúki störfum í nóvember. Ég bind vonir við að afrakstur þeirrar vinnu megi nýta til að úthluta þessum verðmætum með betri og markvissari hætti en nú er.“

Leyfilegur heildarafli er minni en á síðasta fiskveiðiári, en fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 var úthlutunin 32.380 af tonnum upp úr sjó eða alls 25.456 þorskígildistonnum. Ástæður fyrir því eru þær að þrátt fyrir að þorskstofninn sé sterkari en á liðnu fiskveiðiári hafa margar minni tegundir lækkað. Einnig hefur það áhrif á heildarafli ýsu er 28% minni en á síðasta fiskveiðiári. Þá má geta þess að lækkun magns í línuívilnun tekur mið af nýtingu línuívilnunar á þessu fiskveiðiári.

 

19/20 18/19
     Pottar upp úr sjó        Þorskígildi Pottar upp úr sjó           Þorskígildi
Strandveiðar 11.100 8.931 10.200 8.228
Línuívilnun 3.445 2.712 4.855 3.855
Byggðakvóti 7.069 5.374 7.876 6.167
Rækju- og skelbætur 2.513 1.876 2.621 1.990
Frístundaveiðar 300 252 400 336
Aflamark Byggðastofnunar 6.899 5.150 6.429 4.880
Samtals í potta 31.326 24.295 32.381 25.456
 

Reglugerðirnar má finna hér:

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta