Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2019 Utanríkisráðuneytið

Milliríkjaviðskipti í brennidepli á fundi með bandarískum þingmönnum

Guðlaugur Þór Þórðarson ásamt þingmönnunum fjórum: John Kennedy, Kay Granger, Richard Shelby og Doug Jones. - myndUtanríkisráðuneytið
Aukið samstarf á sviði milliríkjaviðskipta og málefni norðurslóða voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og fjögurra bandarískra þingmanna í Reykjavík í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson tók nú síðdegis á móti öldungadeildarþingmönnunum Doug Jones, John Kennedy og Richard Shelby, og Kay Granger, sem situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hópurinn er í stuttri heimsókn hér á landi, en þingmennirnir áttu jafnframt viðræður við embættismenn í ráðuneytinu. 

Utanríkisráðherra og þingmennirnir fjórir ræddu aukið samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta- og efnahagsmála, en auk þess voru meðal annars tvíhliða samskipti, norðurslóðamál og formennska Íslands í Norðurskautsráðinu, og öryggismál á Norður-Atlantshafi ofarlega á baugi á fundinum. 

„Ég hef lagt á það mikla áherslu í ráðherratíð minni að styrkja sambandið við nágranna okkar vestanhafs og við erum þegar farin að sjá ávextina af því. Þannig kom Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sögulega heimsókn hingað til lands í febrúar. Þar var ákveðið að koma á reglubundnu viðskiptasamráði sem hófst svo formlega fyrr í sumar. Heimsókn þessara áhrifamiklu þingmanna er enn ein staðfestingin á gagnkvæmum áhuga á að efla tengsl Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.  
 
  • Bandaríska sendinefndin ásamt fulltrúum Íslands á fundinum í dag - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta