Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Mikilvægt að kynna heilbrigðisstefnuna í hverju umdæmi

Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur fundarstjóra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra í samvinnu við stjórnendur stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Vesturlands kynnti heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í heilbrigðisumdæmum stofnananna í liðinni viku. Búið er að kynna heilbrigðisstefnuna í fimm heilbrigðisumdæmum af sjö. Næsti fundur verður á Egilsstöðum á morgun, 22. ágúst og loks er fundur í Reykjavík 4. september.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fundina vera afar gagnlega og lærdómsríkt fyrir hana sem ráðherra heilbrigðismála að kynnast ólíkum aðstæðum, áskorunum og áherslum heimamanna eftir því hvaða heilbrigðisumdæmi á í hlut. Mikilvægt hafi verið að kynna heilbrigðisstefnuna í hverju umdæmi: „Það kemur glöggt fram á þessum fundum hvað landfræðilegar aðstæður skipta miklu máli og kalla á fjölbreyttar og ólíkar lausnir varðandi allt skipulag heilbrigðisþjónustu á viðkomandi svæðum“ segir ráðherra. Þetta geri miklar kröfur til stjórnenda stofnananna og kalli á náið og gott samstarf milli allra starfsstöðva þeirra og við forsvarsmenn sveitarfélaga í umdæmunum.

Kynningarfundirnir eru allir með sama sniði. Þeir byrja á almennri kynningu heilbrigðisráðherra á heilbrigðisstefnunni, því næst fjallar forstjóri heilbrigðisstofnunar umdæmisins um stefnuna frá sínum bæjardyrum séð í samhengi við helstu verkefni og áskoranir sem við er að fást á svæðinu. Forstjórarnir hafa einnig gert grein fyrir ýmsum umbótaverkefnum sem unnið er að og innleiðingu nýjunga til að bæta aðgengi íbúa svæðisins að þjónustu stofnunarinnar.

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), var með framsögu á kynningarfundunum í heilbrigðisumdæmum Suðurlands og Vesturlands. María fjallaði um helstu áhrif nýrrar heilbrigðisstefnu á hlutverk og starfsemi stofnunarinnar til lengri og skemmri tíma litið með hliðsjón af lögum um sjúkratryggingar. Hún ræddi einnig um áhrif ýmissa lýðfræðilegra breytinga á heilbrigðiskerfið til framtíðar, um nýjungar á sviði meðferðar, langvinna sjúkdóma og fleira.

Að loknum framsögum eru pallborðsumræður þar sem sveitarstjórnarmenn ásamt embættismönnum úr heilbrigðisráðuneytinu bætast í hóp frummælenda, ræða málin vítt og breytt og svara fyrirspurnum fundargesta úr sal. Á Selfossi tóku þátt í pallborðsumræðunum auk  heilbrigðisráðherra; Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar, María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar Skaftárhrepps og formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Ásthildur Knútsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Fundarstjóri var Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundurinn í heilbrigðisumdæmi Vesturlands var haldinn á Akranesi. Þar tóku þátt í pallborðsumræðum auk ráðherra og forstjóra SÍ þær Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi og Sveinbjörg Pétursdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Húnaþingi vestra. Fundarstjóri var Björn Bjarki Þorsteinsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar.

  • Selfoss - Heilbrigðisstofnun Suðurlands - mynd
  • Akranes - ráðherra dregur upp stóru myndina - mynd
  • Akranes - gestir í sal - mynd
  • Akranes - fundarmenn - mynd
  • Akranes - panelumræður - mynd
  • Akranes - María Heimisdóttir forstjóri SÍ fer yfir málin - mynd
  • Akranes - María svarar spurningum úr sal - mynd
  • Selfoss - umræður í panel - mynd
  • Jóhanna F. Jóhannesdóttir, forstjóri Heilbrigðissstofnunar Vesturlands - mynd
  • Húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi - mynd
  • Selfoss - úr erindi Maríu Heimisdóttur - mynd
  • Akranes - Spurt úr sal - mynd
  • Mikilvægt að kynna heilbrigðisstefnuna í hverju umdæmi - mynd úr myndasafni númer 13
  • Áhugasamir í sal - mynd
  • Selfoss - fyrirspurnir úr sal - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta