Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Óheimilt að afhenda burðarpoka án endurgjalds frá 1. september

Lög sem kveða á um að taka þurfi gjald af burðarpokum frá 1. september ná einnig til þunnu pokana sem fengist hafa í grænmetiskælum verslana. - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vekur athygli á því að 1. september næstkomandi verður óheimilt að afhenda burðarpoka á sölustöðum án endurgjalds. Gildir þetta um allar tegundir burðarpoka, óháð því úr hvaða efni þeir eru.

Í maí síðastliðnum samþykkti Alþingi breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem m.a. kveða á um að óheimilt sé að afhenda burðarpoka í verslunum án endurgjalds, frá og með 1. september 2019. Gjaldið fyrir pokana skal vera sýnilegt á kassakvittun. Þetta á einnig við um þunnu pokana sem m.a. hefur verið hægt að fá endurgjaldslaust í grænmetiskælum matvörubúða.

Þann 1. janúar 2021 tekur síðan gildi bann við afhendingu burðarplastpoka í verslunum. Bannið á einungis við um plastpoka, óháð þykkt þeirra, og ekki burðarpoka úr öðrum efnum.

Spurt og svarað


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta