Skipun nýrra stjórna fyrir ÍSOR og Úrvinnslusjóð
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað stjórnir Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) og Úrvinnslusjóðs, en skipunartími þeirra beggja er til fjögurra ára.
Formaður stjórnar ÍSOR er Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík en auk hennar sitja í stjórninni:
- Andrés Skúlason, forstöðmaður
- Árný E. Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur
- Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri
- Stefán Guðmundsson, skrifstofustjóri.
Formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs er Laufey Helga Guðmundsdóttir lögfræðingur en auk hennar sitja í stjórninni:
- Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins.
- Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur, tilnefndur af Samtökum verslunar og þjónustu.
- Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Hlíðar Þór Hreinsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Félagi atvinnurekenda.
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.