Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2019 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna um framtíð byggðaþróunar á Norðurlöndum

Séð yfir Akureyri frá kirkjutröppunum. - myndHaraldur Jónasson / Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Byggðastofnun og Nordregio (rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum) standa að alþjóðlegri ráðstefnu um tækifæri og áskoranir í byggðaþróun sem haldin verður í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 12. september frá kl. 9-17. Viðburðurinn er öllum opinn en áhugasamir geta skráð sig á skráningarvef ráðstefnunnar. Ráðstefnan fer fram á ensku og verður henni streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins. 

Undirbúningur er hafinn að nýrri norrænni samstarfsáætlun um byggðaþróun og skipulagsmál fyrir árin 2021-2024. Að því tilefni munu leiðandi norrænir og alþjóðlegir sérfræðingar flytja erindi á ráðstefnunni um tiltekna þætti er varða tækifæri og áskoranir í byggðaþróun til framtíðar. Hver og einn mun leitast við að svara einni tiltekinni spurningu og kynna niðurstöður sínar á ráðstefnunni. Áhersla verður lögð á ólíka þætti byggðaþróunar, t.d. velferð, þéttbýlismyndun, dreifbýlisþróun, loftslagsmál, þróun á norðurslóðum og margt fleira. Leitað verður svarað við því hvað hafi skipt mestu máli fram að þessu. Hver eru mikilvægustu tækifærin og áskoranirnar fyrir framtíðina? Hvernig standa Norðurlöndin og svæði innan þeirra í alþjóðlegu samhengi? Hver ættu helstu áhersluatriði Norðurlanda í byggðaþróun að vera næstu árin?

Sérfræðingar frá ýmsum ráðuneytum á Norðurlöndum ræða síðan niðurstöðurnar í lok hvers fyrirlesturs.

  • Dagskrá ráðstefnu um framtíð byggðastefnu á Norðurlöndum. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta