Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félags- og barnamálaráðherra heimsækir ríkissáttasemjara

Ráðherra lýsti ánægju sinni með störf ríkissáttasemjara í kringum kjarasamningana á almennum vinnumarkaði í vor. - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, heimsótti Bryndísi Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara í vikunni. Fóru þau yfir stöðu þeirra aðgerða sem heyra undir félagsmálaráðuneytið í tengslum við lífskjarasamningana frá því í vor. Aðgerðirnar snúa meðal annars að húsnæðismarkaðnum og félagslegum undirboðum. Vinna við þær er vel á veg komin og munu fjölmörg frumvörp þeim tengd líta dagsins ljós á næsta þingi.

Ásmundur Einar lýsti ánægju sinni með störf ríkissáttasemjara í kringum samningana á almennum vinnumarkaði og sagði þá fela í sér einar mestu kjarabætur sem orðið hafa í kjarasamningum í seinni tíð. "Ríkissáttasemjari átti stóran þátt í að leiða þær til lykta og verður ánægjulegt að sjá þær koma til framkvæmda á næstu vikum og mánuðum."

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta