Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2019 Innviðaráðuneytið

Frumvarp til að samræma löggjöf að alþjóðasamþykkt um vinnu við fiskveiðar í samráðsgátt

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frumvarpinu er ætlað að mæta kröfum 188. samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnu við fiskveiðar. Samþykktinni er ætlað að stuðla að mannsæmandi vinnuskilyrðum skipverja á fiskiskipum. Hún tekur til allra skipa sem stunda fiskveiðar í atvinnuskyni og skipverja þeirra nema annað sé sérstaklega tekið fram. Kröfur samþykktarinnar eru að mestu leyti uppfylltar í íslenskum rétti en þá þætti sem ekki teljast uppfylltir er stefnt að því að innleiða með frumvarpinu og eftir atvikum með reglugerðarsetningu.

Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar. Frestur til að skila umsögn er til og með 16. september 2019. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta