Hoppa yfir valmynd
3. september 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpar ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna í Malmö í Svíþjóð síðdegis í dag.

Í ávarpi sínu fjallaði forsætisráðherra um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við lífskjarasamningana og nauðsyn þess að félagslegur og efnahagslegur stöðugleiki fari saman. Þá fjallaði ráðherra sérstaklega um áskoranir tengdar loftslagsbreytingum og nauðsyn þess að stjórnvöld vinni með verkalýðshreyfingunni að aðgerðum til að berjast gegn hamfarahlýnun. Að lokum fjallaði ráðherra einnig um kynjajafnrétti á vinnumarkaði og áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á starfsumhverfi okkar allra.

Forsætisráðherra mun í fyrramálið funda með forsvarsmönnum norrænu verkalýðshreyfinganna. Ísland leiðir norrænt samstarf hreyfinganna í ár og er það Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er í forsvari fyrir hönd íslensku verkalýðshreyfingarinnar.
  • Ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna í Malmö - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
10. Aukinn jöfnuður
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta