Hoppa yfir valmynd
3. september 2019 Matvælaráðuneytið

Work in Iceland upplýsingagáttin opnuð

Á myndinni sem tekin var við opnun vefjarins Work in Iceland í húsakynnum Alvotech eru, talið frá vinstri, Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og stjórnarmaður Alvotech, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu - myndÍslandsstofa

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, opnaði í hádeginu í dag í húsakynnum Alvotech nýjan upplýsingavef, Work in Iceland. Vefurinn er heildstæð upplýsingagátt á ensku og hefur það að markmiði að kynna Ísland sem ákjósanlegan stað til búsetu og vinnu, en ekki síst til að laða erlenda sérfræðinga til Íslands í sérfræði- og hátæknistörf.

Vefinn má finna hér: https://work.iceland.is/

Vefurinn er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Samtaka iðnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins en unnið hefur verið að gerð hans frá byrjun árs 2018.

Þar eru meðal annars upplýsingar um ferlið við að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi, tryggingar og skattamál.

Work in Iceland mun einnig efla og styðja við markaðssetningu á Íslandi sem ákjósanlegum og eftirsóknarverðum stað í þeim tilgangi að laða fólk með sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum til landsins.

Það er ótrúlega mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf að laða hingað hæft fólk. Það þýðir að fleiri taka þátt í nýsköpun og verðmætasköpun sem er hagur okkar allra. Til þess eigum við að halda á lofti styrkleikum okkar sem eru mýmargir og fjölbreyttir. Verkefnið Work in Iceland er því mikill fengur og ég er sérstaklega glöð að hafa fengið að fylgja því eftir,“ segir ráðherra. 

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 8 Góð atvinna og hagvöxtur
Heimsmarkmið Sþ: 9 Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta