Alþjóðleg ráðstefna um uppbyggingu velsældarhagkerfa
Á ráðstefnunni verður fjallað um samstarf Íslands, Skotlands og Nýja Sjálands um mótun velsældarhagkerfa undir yfirskriftinni Wellbeing Economy Governments (WEGo). Samstarfið felur í sér mótun sameiginlegrar sýnar á hvernig ríki geta aukið vellíðan, jöfnuð og sjálfbæran vöxt.
Ráðstefnan leiðir saman alþjóðlega leiðtoga og sérfræðinga á sviði velsældarmála. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun meðal annars kynna tillögur nefndar að velsældarmælikvörðum fyrir Ísland sem verða lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi.
Ráðstefnan er haldin í Aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 16. september, kl. 08:30-12:00 og er aðgangur ókeypis. Kaffi og te í boði frá kl. 08:00.
Dagskrá:
08:30-10:00
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
Derek Mackay, fjármála- og efnahagsráðherra Skotlands
Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD
Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
10:00-10:30 Kaffihlé
10:30-11:50 Pallborðsumræður með frummælendum
Dr. Gary Gillespie efnahagsráðgjafi skosku heimastjórnarinnar stýrir
pallborðsumræðum
Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari
Hagvöxtur og þjóðarframleiðsla hafa um skeið verið hinir hefðbundnu mælikvarðar á árangur hagkerfa. Í því samhengi hefur hins vegar láðst að líta til annarra þátta sem mynda öflug og sjálfbær samfélög. Ósjálfbær nýting auðlinda, aukinn ójöfnuður og framleiðslu- og neysluhættir sem ýta undir loftslagsbreytingar valda óstöðugleika til framtíðar og ógna öllu lífríki jarðar.
Ráðstefnan fer fram á ensku.