Forstjóri Lyfjastofnunar leiðir evrópskan faghóp um úrbætur á lagaumhverfi lyfja
Rúna Hauksdóttir Hvannberg hefur verið kjörin formaður þverfaglegs vinnuhóps; Regulatory Optimisation Group (ROG), sem starfar á vegum samtaka forstjóra lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu (HMA). Hópurinn vinnur að því að yfirfara og leggja til úrbætur á gildandi lagaumhverfi, m.a. til að gera það skýrara og skilvirkara.
Í hópnum vinna saman sérfræðingar á sviði laga, viðskipta og tölvumála og er á vettvangi hans fjallað um öll lyf, hvort sem þau eru ætluð mönnum eða dýrum. Frá þessu er sagt á vef Lyfjastofnunar.