Hoppa yfir valmynd
27. september 2019 Dómsmálaráðuneytið

Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson ráðnir aðstoðarmenn dómsmálaráðherra

Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson, aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra - mynd

Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.

Eydís Arna lauk MA próf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2016 en starfaði á lögmannsstofunni Lagaþingi frá árinu 2011, fyrst í hlutastarfi með námi, en síðar sem lögfræðingur. Hún hefur að undanförnu verið starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Hreinn Loftsson lauk laganámi við Háskóla Íslands árið 1983 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 1993. Hann á að baki fjölbreyttan feril í lögmennsku, atvinnulífi, stjórnsýslu og sem aðstoðarmaður ráðherra í nokkrum ráðuneytum frá árinu 1985 til 1992. Hann starfaði sem lögmaður fyrst á eigin stofu og síðan sem meðeigandi lögmannsstofunnar að Höfðabakka. Frá 2014 hefur hann starfað sjálfstætt. Hreinn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, nefnda og félaga, auk starfs á vettvangi stjórnmála.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta