Hoppa yfir valmynd
30. september 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Fjallað um þvingunarúrræði lögræðislaga - áhersla á samráð

Starfshópur heilbrigðisráðherra um þvingunarúrræði lögræðislaga hefur tekið til starfa. Hópurinn óskar eftir ábendingum frá þeim sem hafa reynslu eða þekkingu á þessu sviði um hvað betur má fara og hefur útbúið netfang í þessu skyni. Hópurinn boðar einnig til sameiginlegs vinnufundar með starfshópnum, notendum, aðstandendum og öðrum sem hafa áhuga, fimmtudaginn 17. október.

Verkefni starfshópsins er að meta hvort þörf sé á að setja frekari leiðbeiningar um útfærslu á þvingunarúrræðum en felast í lögræðislögum varðandi meðferð einstaklinga sem eru nauðungarvistaðir á sjúkrahúsi og þá í hvaða formi og hver eigi að vera helstu efnisákvæði slíkra leiðbeininga. Í hópnum sitja Halldóra Jónsdóttir geðlæknir, Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, tilnefndur af Geðhjálp auk Helgu Baldvins Bjargardóttir þroskaþjálfa og lögmanns, sem einnig er formaður starfshópsins.

Áhersla á samráð

Það er sameiginlegur vilji allra fulltrúa starfshópsins að fá raddir sem flestra að borðinu við þessa vinnu. Í því skyni hefur starfshópurinn útbúið tölvupóstfangið [email protected] og hvetur alla sem hafa reynslu eða ábendingar um hvað mætti betur fara að senda inn erindi.

Fyrirhugað er að halda sameiginlegan vinnufund með starfshópnum, notendum, aðstandendum og öðrum sem hafa áhuga, fimmtudaginn 17. október kl. 16:30 – 18:00. Fundarstaður ræðst af fjölda þátttakenda og eru öll áhugasöm hvött til að skrá sig með því að senda póst á [email protected] í þeim pósti má gjarnan taka fram hvað fólk hefur mestan áhuga á að ræða og hvort það hefur áhuga á að vera með stutt erindi á fundinum.

F.h. starfshópsins,
Helga Baldvins Bjargardóttir hdl.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta