Hoppa yfir valmynd
1. október 2019 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Október – mánuður netöryggis

Október er helgaður netöryggismálum í mörgum löndum Evrópu og í ár tekur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í fyrsta sinn þátt í átakinu. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi málaflokksins og hvetja til þess að viðburðir á sviði netöryggismála verði haldnir í mánuðinum.

„Við áformum að festa október sem netöryggismánuð í sessi og standa fyrir árlegri dagskrá í októbermánuði sem tileinkuð er netöryggismálum enda þarfnast þau mál síaukinnar athygli opinberra aðila og fyrirtækja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Ný stefna og aðgerðaráætlun um netöryggismál var samþykkt á Alþingi í vor sem hluti af fjarskiptaáætlun til næstu fimmtán ára. Einnig voru samþykkt í vor lög um net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða, til að mynda í fjarskiptum, fjármálamarkaði, flutningum, heilbrigðisþjónustu og orkuiðnaði. 

Ráðuneytið ríður á vaðið með því að halda ráðstefnu um netöryggismál fimmtudaginn 3. október undir heitinu Netógnir í nýjum heimi. Vel á annað hundrað manns hefur skráð sig til þátttöku og er ráðstefnan fullbókuð. Streymt verður frá ráðstefnunni auk þess sem hún verður tekin upp og upptakan gerð aðgengileg hér á vefnum.

Auk ráðstefnunnar 3. október hafa fleiri viðburðir verið skipulagðir af ráðuneytinu og öðrum í október með efni sem tengist netöryggismánuðinum. Sjá nánar um netöryggi og viðburði á sviði netöryggismála í október hér á vefnum.  

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta