Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir starfsnemum
Utanríkisráðuneytið auglýsir starfsnám sem ætlað er fólki sem hefur lokið BA/BS-gráðu og stundar eða hefur nýlokið meistaranámi í grein sem tengist málefnasviði utanríkisþjónustunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Markmiðið er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast störfum utanríkisþjónustunnar.
Um er að ræða sex mánaða tímabil, frá janúar-júní 2020. Starfsnámið fer fram á aðalskrifstofu ráðuneytisins eða starfsstöð utanríkisþjónustunnar erlendis.
Hæfnikröfur
BA/BS gráða eða sambærileg menntun í grein sem tengist málefnasviði utanríkisþjónustunnar.
Góð kunnátta í íslensku, ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli.
Kunnátta í öðru tungumáli er kostur.
Gott tölvulæsi.
Framúrskarandi samskiptahæfni.
Mjög góð aðlögunarhæfni.
Íslenskur ríkisborgararéttur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Starfsnám hjá utanríkisráðuneytinu er launað og þiggja starfsnemar laun skv. kjarasamningi. Með umsókn þurfa að fylgja einkunnir úr háskólanámi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.10.2019
Nánari upplýsingar veitir
Anna Ósk Kolbeinsdóttir - [email protected] - 545 9900
Axel Arnar Nikulásson - - 545 9900