Hoppa yfir valmynd
4. október 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Frumvarp um breytingar á starfsleyfis- eða skráningarskyldri starfsemi í samráðsferli

Frá Reykjavík - myndHugi Ólafsson

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp vegna breytinga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Markmið með frumvarpinu er að einfalda stjórnsýslu og regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar í tengslum við starfsleyfis- eða skráningarskylda starfsemi í þá veru að einungis verði gerð krafa um starfsleyfi eða að starfsemi sé skráð þegar þess er þörf með tilliti til umfangs og eðli starfseminnar.

Frumvarpið felur m.a. í sér breytingar á viðaukum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lista upp starfsleyfis- og skráningarskylda starfsemi. Við mat á því hvort starfsemi skuli vera háð starfsleyfi eða skráningu er byggt á áhættumati af viðkomandi starfsemi. Þannig er lagt til í frumvarpinu að sú starfsemi sem hefur hátt áhættumat verði áfram starfsleyfis- eða skráningarskyld en sú starfsemi, sem hefur lágt mat, verði ekki háð starfsleyfis- eða skráningarskyldu.

Gert er ráð fyrir að þau fyrirtæki sem verða ekki starfsleyfis- og skráningarskyld eigi eftir sem áður að uppfylla þær kröfur sem fram koma í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig er gert ráð fyrir að stjórnvöld hafi áfram heimildir til þess að bregðast við í þeim tilvikum þar sem misbrestur verður á að reglum sé fylgt, svo sem með beitingu þvingunarúrræða.

Óskað er eftir því að umsagnir um frumvarpið berist í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 18. október nk.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (Viðaukar) á Samráðsgátt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta