Hoppa yfir valmynd
9. október 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ísland getur haft góð áhrif á þróun Norðurslóða

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands - mynd

Ísland stendur vel að vígi til að hafa góð áhrif á þróun Norðurslóða og Íslendingar takast á við verkefni Norðurslóða með bjartsýni og atorkusemi sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í erindi sínu í morgun í Hofi á Akureyri á hliðarviðburði við Arctic Circle ráðstefnuna.

 

Yfirskrift viðburðarins var „From National Strategies to Shared Solutions: Best Practices for Sustainable Development in the Arctic“.

 

Í erindi sínu kom ráðherra inn á áherslur Íslands í samstarfi á Norðurslóðum og gerði grein fyrir sjálfbærnitengdum verkefnum íslenskra stjórnvalda í tengslum við ferðaþjónustu og orkumál. 

Ráðherra lagði áherslu á samstarf Íslands og Grænlands á þessum sviðum og tækifæri í uppbyggingu innviða sem framundan eru á Grænlandi. Samstarf landanna hefur verið gott og vilji er til að auka það enn frekar í þágu beggja ríkjanna. Samstarf ríkja um málefni Norðurslóða er nauðsynlegt og mikilvægt að deila upplýsingum um stefnur og strauma sem borið hafa árangur, ekki síst á sviði orku og ferðamála.

 

„Við deilum öll ábyrgðinni á Norðurslóðum. Saman skulum við tryggja að kynslóðir framtíðarinnar geti notið töfra Norðurslóða, líkt og við gerum í dag,“ sagði ráðherra.

 

Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, ávörpuðu jafnframt viðburðinn. 
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar og Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta