Hoppa yfir valmynd
11. október 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Guðmundur Ingi ræðir náttúruvernd og loftslagsmál á Hringborði norðurslóða

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Lisa Murkowski, formaður orkumálanefndar bandaríska þingsins áttu fund á Hringborði norðurslóða. - mynd

Loftslagsmál og norðurskautið eru í forgrunni tvíhliða funda sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur átt á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða sem nú stendur yfir í Hörpu. Fjallað verður um Vatnajökulsþjóðgarð og friðlýst svæði á norðurslóðum á sérstakri málstofu á ráðstefnunni á morgun.

Guðmundur Ingi ávarpar ráðstefnuna á morgun með erindi í aðalsalnum um útnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO í sumar. Vatnajökulsþjóðgarður er einnig á dagskrá málstofu sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir á morgun þar sem m.a. verður sagt frá þeim náttúruminjum sem liggja að baki útnefningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrána. Þá verður sagt frá áformum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Verða þessar fyrirætlanir settar í samhengi við náttúruvernd og líffræðilega fjölbreytni á norðurslóðum.

Í gær áttu Guðmundur Ingi og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fund með Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna auk þess sem hann hitti öldungardeildarþingmanninn Lisu Murkowski sem er formaður orkumálanefndar bandaríska þingsins. Í morgun átti hann fund með formanni og varaformanni umhverfis- og loftslagsnefndar skoska þingsins, Gillian Martin og Finlay Carson. Þá fundaði hann einnig með Dalee Sambo Dorouch, formanni heimskautaráðs Inúíta í Bandaríkjunum. Á morgun eru áformaðir fundir með John Kerry, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Paul Wheelhouse, orkumálaráðherra Skotlands.

 

Gillian Martin, formaður umhverfis- og loftslagsnefndar skoska þingsins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Finlay Carson, varaformaður nefndarinnar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta