Dagskrá heilbrigðisþings 15. nóvember 2019
Athygli er vakin á drögum að dagskrá heilbrigðisþings 15. nóvember 2019 þar sem fjallað verður um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Þingið verður haldið á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá 8.30 – 16.00. Skráning fer fram á vefnum heilbrigdisthing.is og er fólk hvatt til að skrá sig með góðum fyrirvara.
Þingið og viðfangsefni þess er liður í vinnu sem framundan er við gerð þingsályktunartillögu um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi næsta vor.
- Skráning á vefnum heilbrigdisthing.is
Siðferðileg gildi og forgangsröðun
Drög að dagskrá:
9.00 – 9.10 Opnunarávarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra
9.10 – 9.15 Fundarstjóri Vilhjálmur Árnason
9.15 – 9.45 Prioritysetting: choices and values in healthcare. An importantdebate - Dr. Göran Hermerén, prófessor emeritus við háskólann í Lundi í Svíþjóð
9.45 – 10.25 Mannhelgi og virðing fyrir mannlegri reisn
Örerindi fulltrúa notenda (5x5 mínútur)
- Geðhjálp -
- Öryrkjabandalagið -
- Landsamtök eldri borgara -
- Sjónarhóll - Sigurrós Á. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls
- Yngri notendur - Jóna Þórey Pétursdóttir, formaður Stúdentaráðs
10.10 – 25: Henry Alexander Henrysson, heimspekingur
KAFFIHLÉ
10.40 – 12.00 Þörf og samstaða
- Sunna Snædal, læknir og formaður vísindasiðanefndar
- Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur og forstjóri Sidekick Health ásamt Davíð O. Arnar, yfirlækni hjartalækninga á Landspítala
- Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri sviðs áhrifaþátta heilbrigðis við Embætti landlæknis
- Pétur Heimisson, læknir og framkvæmdastjóri við Heilbrigðisstofnun Austurlands
- Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala
12.00 – 12.30 Umræður og pallborð
HÁDEGISVERÐUR
13.00 – 14.15 Hagkvæmni og skilvirkni
- Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, heilsuhagfræðingur við Háskóla Íslands
- Páll Matthíasson, læknir og forstjóri Landspítala
- Hildigunnur Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri
- Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur og forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
- Alma Möller landlæknir
KAFFIHLÉ
14.30 – 15.30 Umræður og pallborð
15.30 – 15.45 Samantekt Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra
Ráðstefnuslit