Hoppa yfir valmynd
23. október 2019 Matvælaráðuneytið

Skipað í verðlagsnefnd búvara

Verðlagsnefndin er skipuð sjö einstaklingum. Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar.

Samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands, hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Í samræmi við ákvæði búvörulaga féll það því í hlut félags- og barnamálaráðherra að tilnefna þessa tvo fulltrúa. 

Verðlagsnefnd búvara er þannig skipuð:

  • Friðrik Már Baldursson, formaður, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Arnar Árnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Guðrún Lárusdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
  • Pálmi Vilhjálmsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Jóhanna Hreinsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
  • Ragnar Árnason, tilnefndur af félags- og jafnréttismálaráðherra
  • Helga Ingólfsdóttir, tilnefnd af félags- og jafnréttismálaráðherra

Einnig hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipað Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóra mjólkurvinnslunnar Örnu, sem fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta