Hoppa yfir valmynd
28. október 2019 Matvælaráðuneytið

Fundað um stöðu villtra laxastofna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði í síðustu viku til fundar með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og Landssambands veiðifélaga. Tilefni fundarins var að fara yfir stöðu villtu laxastofnana en fyrir liggur að laxagöngur voru litlar sl. sumar auk þess sem lítið vatn hefur verið í ánum og aðstæður fyrir uppgöngu laxa og veiði þannig með versta móti.

Á fundinum fjölluðu fulltrúar Hafrannsóknastofnunar um villtu laxastofnana. Fram kom að búast má við að hrygningarstofnar laxa nú í haust verði almennt litlir. Nokkrir seiðaárgangar eru í uppvexti í ánum á hverjum tíma og hafa mælst þokkalega stórir árgangar í uppvexti í flestum ám frá hrygningu síðustu ára. Þá tóku við umræður en samstaða var um að fylgjast grannt með þróun stofnana og boða fljótlega til annars fundar.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta