Forsætisráðherra flutti ávarp á tíundu Sjávarútvegsráðstefnunni
„Eitt af því sem við höfum lært á undanförnum árum og áratugum er að við verðum að auka efnahagslega fjölbreytni. Við getum ekki eingöngu reitt okkur á náttúruauðlindir. Það gerum við auðvitað ekki nú. Allar þær atvinnugreinar sem reiða sig á náttúruauðlindir hafa um leið sinnt rannsóknum, þróun og nýsköpun með þeim hætti að verðmætasköpun hefur aukist stórkostlega ásamt því að markverður árangur hefur náðst í að draga úr orkunotkun og um leið losun gróðurhúsalofttegunda.“
Að lokum fjallaði forsætisráðherra um þá vinnu sem stendur yfir við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og nýtt ákvæði um þjóðareign á auðlindum sem hlýtur að vera hluti af framtíðarsýn sjávarútvegsins.