Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Forvarnarstarf og öryggismál í skólum

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur nú sent bréf til allra grunn- og framhaldsskóla með leiðbeinandi viðmiðum um forvarnarfræðslu í skólum og hvatningu þess efnis að skólar fari vel yfir öryggisferla og viðbragðsáætlanir sínar. Bréf þetta er sent í kjölfar umræðna um öryggismál í skólum og ályktun stjórnar og starfsfólks samtakanna Heimilis og skóla. Í framhaldinu hefur ráðuneytið í hyggju að senda rafræna könnun til skólanna til þess að meta frekari viðbrögð og mögulega þörf á aðgerðum.

Ályktun samtakanna Heimili og skóli beindist að áhyggjum af aðgengi og öryggismálum í skólum. Annars vegar er um að ræða öryggismál um aðgengi óviðkomandi aðila að skólum og hins vegar um hvaða kröfur beri að gera til þeirra aðila sem koma í skóla með kynningar og fræðslu um t.d. tóbaks-, áfengis- og vímuefnanotkun.

Unnin hafa verið drög að viðmiðum um framkvæmd heilsutengdra kynninga og fræðslu í skólum. Viðmiðin draga annars vegar fram fyrirmæli í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla og hins vegar leiðbeiningar Landlæknisembættisins um hvað virkar í tóbaks-, áfengis- og vímuforvörnum í skólum. Í bréfi ráðuneytisins til skóla er hvatt til þess að viðmiðin séu nýtt til að stuðla að árangursríkum forvörnum.

Viðmið um heilsutengdar forvarakynninga og fræðslu í skólum
Hvað virkar í tóbaks-, áfengis- og vímuvörnum í skólum, staðreyndablað

 


Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta