Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

Viðskiptasendinefnd í Singapúr

Íslensk viðskiptanefnd heimsótti í vikunni Singapúr til að kynna íslensk sprotafyrirtæki og það sem þau hafa fram að færa.

Utanríkisráðuneytið starfar náið með Íslandsstofu til að aðstoða íslensk fyrirtæki að tengjast mögulegum erlendum viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Búið er að gera sameiginlegan samastað fyrir íslensk og norræn sprotafyrirtæki í Nordic Innovation House í Singapúr og Hong Kong. Í tilefni þess fór íslensk sendinefnd frá stofnunum tveimur ásamt Icelandic Startups til Singapúr, með í för voru fimm íslensk fyrirtæki: Unimaze, Terra Capital, Azunaro, Meniga og Ankeri. Sigríður Snævarr, heimasendiherra var á vegum utanríkisráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta