Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2019 Matvælaráðuneytið

Breytingar á úthlutun tollkvóta til hagsbóta fyrir neytendur

Neytendur eiga að njóta aukins vöruúrvals, lægra vöruverðs og aukinnar samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Einföldun og skýrara regluverk er varðar úthlutun tollkvóta mun stuðla að þessu, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem í gær mælti á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og tollalögum (úthlutun tollkvóta).

Megintilgangurinn með frumvarpinu er að einfalda og skýra reglur um úthlutun tollkvóta og breyta aðferðarfræði úthlutunar þannig að dregið verði talsvert úr kostnaði þeirra sem fá úthlutað tollkvóta í gegnum útboð. Jafnframt að stuðla að auknu gagnsæi og auknum fyrirsjáanleika við úthlutun tollkvóta til hagsbóta fyrir neytendur, innflutningsaðila og framleiðendur. Tekið er tillit til hagsmuna þessara aðila, þar sem markmiðið er að auka ábata neytenda vegna tollkvóta í formi lægra vöruverðs, auka samkeppni en jafnframt gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda.

Áhersla er lögð á að regluverkið byggi á sanngirni og jafnræði meðal þeirra sem sækjast eftir tollkvótum. Þá verður umsýsla og úthlutun tollkvóta gerð rafræn. Jafnframt verða heimildir fyrir innflutning á svokölluðum opnum tollkvótum afnumdar í núverandi mynd og þar með verði ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lögð niður. Breytingarnar sem lagðar eru til með frumvarpinu eiga að leiða til þess að fyrirsjáanleiki aukist og að fæðuöryggi sé tryggt þar sem innlend landbúnaðarframleiðsla gegnir lykilhlutverki.

„Neytendur eiga að njóta aukinnar samkeppni í formi vöruúrvals og lægra vöruverðs. Það gerum við með því að einfalda allt regluverk um úthlutun tollkvóta þannig að það sé sanngjarnara og til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi,” segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta