Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr ríkissáttasemjari frá áramótum

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari mun flytjast í embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu frá og með 1. janúar næstkomandi með vísan til heimildar í 36. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Félags- og barnamálaráðherra skipar ríkissáttasemjara til fimm ára í senn og þess skal gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda. Mat á hæfni þess sem skipaður verður í starfið verður unnið í nánu samstarfi við helstu hagsmunaaðila á vinnumarkaði.  Stefnt er að því að nýr ríkissáttasemjari geti hafið störf sem fyrst eftir áramótin.

Félagsmálaráðuneytið vill við þessi tímamót nota tækifærið og þakka Bryndísi fyrir mjög vel unnin störf en ráðuneytið hefur átt afar farsælt samstarf við hana þann tíma sem hún hefur starfað sem ríkissáttasemjari.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta