Hoppa yfir valmynd
5. desember 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Desemberuppbót til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna

     - myndStjórnarráðið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót. Óskert desemberuppbót er 59.748 krónur.

Samkvæmt reglugerðinni á foreldri langveiks eða alvarlega fatlaðs barns sem hlotið hefur greiðslur í desember 2019, samkvæmt 
lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna, rétt á desemberuppbót.

Foreldri sem fengið hefur mánaðarlega greiðslu samkvæmt lögunum alla tólf mánuði ársins fær fulla desemberuppbót. Foreldri sem fengið hefur greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2019 á rétt á hlutfallslegri desemberuppbót í samræmi við þann tíma sem það hefur fengið greiðslur.

Tryggingastofnun annast greiðslu desemberuppbótar samkvæmt reglugerðinni og er stefnt að því að hún verði greidd út fyrir jól.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta