Hoppa yfir valmynd
6. desember 2019 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um sektir við brotum á umferðarlögum

Ný umferðarlög nr. 77/2019 voru samþykkt á Alþingi í sumar og öðlast þau gildi 1. janúar 2020. Í lögunum er kveðið á um að sektir allt að 500.000 kr. skuli ákveðnar í reglugerð að fengnum tillögum ríkissaksóknara (97. gr.). Drög að þessari reglugerð hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 16. desember 2019.

Í reglugerðinni eru tegundir brota tilgreindar og hvaða sektir og/eða önnur viðurlög skuli koma fyrir hverja tegund brots. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskaði eftir tillögum ríkissaksóknara að reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta