Hoppa yfir valmynd
9. desember 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Áform um frumvarp til laga um villt dýr kynnt í samráðsgátt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt áform um heildarendurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, m.a. með hliðsjón af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í málaflokkum sem lögin taka til.

Við gerð frumvarpsins verður m.a. horft til viðamikillar skýrslu og niðurstöðu nefndar um lagalega stöðu villtra fugla og villtra spendýra sem skipuð var af fyrrum umhverfis- og auðlindaráðherra. Í skýrslunni er m.a. bent á ýmis atriði sem betur mega fara í löggjöf varðandi vernd, friðun og veiðar á villtum spendýrum og fuglum. Frá því að núgildandi lög voru sett árið 1994 hafa einnig margvíslegar breytingar orðið á málaflokknum. Hér má t.d. nefna aukna áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, áherslu á dýravelferð, nýjar skuldbindingar Íslands á grundvelli alþjóðasamninga auk ýmissa sjónarmiða er lúta að virkri stjórnun og stýringu á veiðum villtra dýra og villtra fugla. Jafnframt er þörf á að huga betur að því að skýra betur verkaskiptingu og ábyrgð einstakra stofnana ríkisins á tilteknum þáttum við framkvæmd laganna, einfalda núverandi veiðikortakerfi og koma á virku veiðieftirliti.

Umsögnum um áformin skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 2. janúar 2020.

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum á samráðsgátt.

 

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta