Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Milla hefur síðastliðinn áratug starfað hjá Ríkisútvarpinu, síðustu ár sem fréttamaður en áður sem aðstoðarframleiðandi frétta og dagskrárgerðarkona í útvarpi og sjónvarpi. Þá var hún varaformaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu. Milla er með ML-próf í lögfræði frá Háskóla Reykjavíkur þar sem hún sérhæfði sig í fjölmiðlarétti, auk þess að leggja áherslu á persónuupplýsinga- og vinnurétt. Hún mun hefja störf í ráðuneytinu þann 10. desember. Samhliða mun Hafþór Eide Hafþórsson láta af störfum, en hann hefur verið mennta- og menningarmálaráðherra til aðstoðar frá desember 2017.