Hoppa yfir valmynd
16. desember 2019 Forsætisráðuneytið

Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum samþykkt á Alþingi

 Alþingi - mynd Mynd: iStock

Tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020–2023 var samþykkt á Alþingi í dag. Í tillögunni er kveðið á um  24 verkefni sem er ætlað að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi og endurspegla um leið forgangsröðun stjórnvalda í málaflokknum. Öll ráðuneyti gerðu tillögu um verkefni og er það í fyrsta sinn sem svo er síðan framkvæmdaáætlanir í jafnréttismálum urðu lögbundin skylda stjórnvalda árið 1985. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar eru öll verkefnin tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Framkvæmdaáætlunin kveður meðal annars á um verkefni um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð, jafnlaunavottun og jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, jafnrétti í skólastarfi, vísindum og listum og karla og jafnrétti.

Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum er samþykkt á Alþingi í samræmi í samræmi við 11. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Áætluninni er ætlað það hlutverk að skilgreina stefnu stjórnvalda á hverjum tíma og lýsa verkefnum sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eða fela í sér beinar aðgerðir í þágu kynjafnréttis.

Heimsmarkmiðin

10. Aukinn jöfnuður
5. Jafnrétti kynjanna
8. Góð atvinna og hagvöxtur
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta