Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fundur um einföldun rekstrarumhverfis fyrirtækja með snjöllum lausnum

Hvernig má einfalda rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Nordic Smart Government, sem er norrænt samstarfsverkefni, stendur fimmtudaginn 16. janúar fyrir fundi á Grand hótel um leiðir til að gera gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að miðla og sækja viðskipta- og bókhaldsgögn á sjálfvirkan, snjallan, öruggan og fljótlegan hátt.

Þátttakendur í verkefninu koma frá fyrirtækjaskrám, skattyfirvöldum, hagstofum og fleiri aðilum.

Fundurinn hefst klukkan 13:30 með ávarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Í kjölfarið kynna verkefnastjórar og sérfræðingar úr norræna verkefnisteyminu verkefnið og ræða við fundargesti en fundinum lýkur kl. 16:00.

Dagskrá fundarins:

13:30 Smart Iceland - Smarter Nordics
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

13:45 Nordic Smart Government for Nordic Smart Businesses
Kjersti Lunde, Danish Business Authority

14:05 Capabilities and Business Processes for the NSG Ecosystem
David Norheim, Norwegian Registration Office

14:25 Why Structured Data?
Vuokko Mäkinen, Consultant Finland

14:45 NSG Legal Environment
Franck Mertens, Finnish Patent and Registration Office

15:05 From Government Programme to Automation in Tax
Jenni Bärlund, Finnish Tax Administration

15:25 Umræður

16:00 Fundi slitið

Fundarstjóri: Jónas Magnússon, sérfræðingur hjá Skattinum

Öll sem hafa áhuga eru velkomin og hvött til að mæta. Skráning fer fram á slóðinni https://www.rsk.is/skraning-a-nsg/

Fyrir áhugasöm utan fundar verður fundinum streymt á Faceboobókarsíðu Skattsins https://www.facebook.com/rikisskattstjori/

Upplýsingar um norræna samstarfsverkefnið Nordic Smart Government

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta