Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kynningarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála


Innflytjendaráð stendur fyrir opnum kynningarfundi 20. janúar næstkomandi fyrir þá sem hyggjast sækja um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála sem auglýstir hafa verið.
 
Fundurinn verður haldinn á Nauthól klukkan 9:00 til 10:30. Farið verður yfir umsóknarferlið, reglur um úthlutun og áherslur sjóðsins í ár.  

Dagskrá:
9:00 Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs, kynnir áherslur þróunarsjóðs í ár.
9:20 Töskur með tilgang. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn kynna verkefnið.
9:40 Vitundarvakning um rétt fatlaðra barna innflytjenda til viðeigandi þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp kynna verkefnið.
10:00 Tatjana Latinovic, formaður innflytjendaráðs, fer yfir reglur þróunarsjóðs innflytjendamála og umsóknarferlið. 
10:20 Umræður. 
10:30 Fundi slitið.

Þeir sem hyggjast sækja fundinn eru beðnir um að senda staðfestingu þess efnis í tölvupósti til Hrafnhildar Kvaran á netfangið [email protected]
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta