Fyrirlestur ráðherra hjá Swedbank
Í fyrirlestri sínum fjallaði ráðherra um stöðu og þróun efnahagsmála á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Ráðherra veitti innsýn í óvenjulegar en nauðsynlegar aðgerðir stjórnvalda til að ná tökum á efnahagslífi landsins. Þá fjallaði hún einnig um áskoranir í menntamálum í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar, mikilvægi fjárfestinga í menntakerfinu og hvernig gæðamenntun mun styrkja samkeppnishæfi þjóða til framtíðar.
„Það er mér mikill heiður að fá boð um að ávarpa þennan hóp og segja frá árangri íslenskra stjórnvalda í að rétta af efnahag landsins. Það var einnig sérlega ánægjulegt að fjárfestar Swedbank tóku undir það að lykillinn að áframhaldandi velsæld væru innviðafjárfestingar í menntakerfinu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.