Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra styrkir Slysavarnarfélagið Landsbjörg vegna flutnings björgunarskips til Flateyrar

Forsætisráðherra hefur ákveðið að verða við ósk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og styrkja félagið um hálfa milljón króna til að standsetja björgunarskip sem staðsett er á Rifi á Snæfellsnesi og sigla því til Flateyrar þar sem það mun vera við höfn í vetur.

Verkefnið kemur til vegna þeirrar stöðu sem upp er komin eftir snjóflóðin fyrr í janúar þar sem enginn bátur er lengur til staðar sem hægt er nota sem örugga flóttaleið ef til þess kæmi að þjóðvegurinn lokaðist.

Ákvörðunin um styrk til verkefnisins er tekin samhliða stofnun starfshóps um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri. 

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur þegar hafið undirbúning verkefnisins í samvinnu við björgunarsveitina Sæbjörgu á Flateyri og reiknað er með að skipið geti verið komið að höfn á Flateyri um miðja næstu viku.

Starfshópur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta