Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2020 Forsætisráðuneytið

Starfshópur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð

Flateyri - myndChristian Bickel
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar sl. Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum og gera tillögur um aðgerðir sem treyst geta stoðir byggðarinnar.

Starfshópurinn er þannig skipaður:
Teitur Björn Einarsson, lögmaður, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra, formaður
Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra
Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Steinunn Guðný Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar

Miðað er við að starfshópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. mars 2020.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta