Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samvinna opinberra eftirlitsaðila skilar árangri

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, Sigríður Björg Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og Snorri Olsen, ríkisskattstjóri við undirritunina í Ráðherrabústaðnum 15. nóvember 2019. - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir afar traustvekjandi að sjá það þétta samstarf sem opinberir aðilar sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði hafa mótað og birtist í aðgerðum sem gripið var til nú í vikunni.

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa lögreglan, ríkisskattstjóri, Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun leitt saman krafta sína til þess að rannsaka grun um brotastarfsemi á vinnumarkaði. „Þetta var einmitt það sem ég vildi sjá gerast í kjölfar samkomulagsins sem var undirritað að mínu frumkvæði þann 15. nóvember síðastliðinn um að þessir aðilar leiddu saman heimildir sínar og afl til að vinna gegn brotum á vinnumarkaði hér á landi,“ segir Ásmundur Einar.

Samkomulagið og eftirfylgni þess er einn af þeim áhersluþáttum sem felast í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn og félagsmálaráðuneytið er að innleiða, einn af öðrum.

„Ég er ánægður að sjá hvernig að þessu er staðið og þau mikilvægu skilaboð sem verið er að senda – að við líðum ekki brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði, hvort sem um er að ræða félagsleg undirboð eða önnur brot og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að berjast gegn þeim,“ segir Ásmundur Einar.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta