Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp til breytinga á lögum um slysatryggingar almannatrygginga til umsagnar

Meðal annars er fjallað um breytingar á ákvæðum laganna vegna ferða til og frá vinnu - mynd

Birt hafa verið í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga. Markmið fyrirhugaðra breytinga er að skýra betur réttarstöðu slysatryggðra samkvæmt lögunum og að einfalda löggjöfina. Umsagnarfrestur er til 27. febrúar næstkomandi.

Frumvarpið er byggt á tillögum starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í þessu skyni og skilaði ráðherra tillögum sínum í lok janúar síðastliðnum.

Helstu breytingar sem felast í frumvarpinu eru þessar:

  • Breyting á slysahugtaki laganna.
  • Breyting á ákvæði laganna um ferðir til og frá vinnu.
  • Sérstakri heimild bætt við lögin til að takmarka bótarétt vegna eigin sakar slasaða.
  • Breytingar á markmiðs- og gildisákvæðum laganna svo skýrt komi fram að tryggingavernd þeirra nái jafnframt til bótaskyldra atvinnusjúkdóma.
  • Breyting á ákvæði um tilkynningu slysa.
  • Breytingar sem ætlað er að skýra ákvæði laganna um örorku.

Frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta