Forsætisráðherra flutti ávarp á 100 ára afmæli Hæstaréttar Íslands
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fjallaði um þátt Hæstaréttar í sögu síðustu aldar í ávarpi sínu í tilefni 100 ára afmælis réttarins. Hún sagði dómasafn Hæstaréttar mikilvægan aldarspegil. Fyrir utan það hlutverk að vera safn réttarheimilda bæri það vitni um sögu þjóðar, ágreining, erfiðleika og um viðhorf, gildismat og réttarvitund hennar. Þá biði dómstóla mikilvægt hlutverk við að skera úr nýjum álitaefnum, þar með talið tengdum mannréttindum, tengdum þróun á löggjöf og þjóðfélagsháttum. Ýmis álitamál bíða okkar á næstu árum í tengslum við ofhitnun jarðar, stafræna byltingar og þróun gervigreindar.
Ávarp forsætisráðherra má lesa hér.