Hvernig metum við áhrif laga? Aðferðafræði, verkaskipting og áskoranir
Forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir málþinginu Hvernig metum við áhrif laga? Aðferðafræði, verkaskipting og áskoranir 18. febrúar 2020.
Á málþinginu var farið yfir fyrirkomulag mats á áhrifum lagasetningar hér á landi í samanburði við önnur lönd með sérfræðingum frá Bretlandi, Noregi og OECD. Í Bretlandi og Noregi hefur verið komið á fót sjálfstæðum nefndum sem hafa gæðaeftirlit með undirbúningsferli löggjafar. Fjallað var um mat á mismunandi áhrifum eins og á fjármál hins opinbera, samkeppni, jafnrétti og atvinnulífið og hvernig megi samþætta rýni á ólíkum áhrifaþáttum.
Málþingið fór fram á ensku.
Samspil stofnana við mat á áhrifum lagasetningar og tengsl við samráð
- Páll Þórhallsson skrifstofustjóri, forsætisráðuneytinu
- Hlynur Hreinsson hagfræðingur, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Kristin Johnsrud ráðgjafi, Regelrådet í Noregi
- Philipp Aepler, aðstoðarframkvæmdastjóri Regulatory Policy Committee í Bretlandi
Aðferðir við mat á áhrifum lagasetningar og hæfni til að standa undir kröfum
- Guðrún Þorleifsdóttir skrifstofustjóri, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Stian Hervik Frantzen ráðgjafi, Regelrådet í Noregi
- Andrew Hallett ráðgjafi, Regulatory Policy Committee í Bretlandi
Áhrif á mismunandi sviðum
- Samkeppni á markaði: Ania Thiemann, sérfræðingur hjá OECD
- Jafnrétti kynjanna: Herdís Sólborg Haraldsdóttir sérfræðingur, forsætisráðuneytinu
- Fyrirtæki og atvinnulíf: Stian Hervik Frantzen, ráðgjafi, Regelrådet í Noregi
- Áhrif á smærri fyrirtæki: Daniel Weaver, hagfræðingur, Regulatory Policy Committee, Bretlandi
Áskoranir í nútíð og framtíð
Dagskrá