Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vefsvæði Félagsdóms opnað

Nýverið var vefur Félagsdóms, felagsdomur.is, tekinn í notkun. Á vefnum má finna helstu upplýsingar um dóminn auk þess sem að dómar og úrskurðir Félagsdóms verða framvegis birtir á vefnum. Vefurinn er sambærilegur þeim sem aðrir dómstólar landsins búa yfir, en hingað til hafa upplýsingar um Félagsdóm verið aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins. Eldri dómar og úrskurðir Félagsdóms verða áfram aðgengilegir á vef Stjórnarráðsins.

Félagsdómur starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur og hlutverk hans er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. Talsverðar breytingar hafa orðið á starfsemi Félagsdóms á síðastliðnum mánuðum, en í október 2019 var starfsemi dómsins flutt úr dómhúsinu við Lækjartorg í húsnæði Landsréttar við Vesturvör í Kópavogi. Annast Landsréttur nú símsvörun vegna mála fyrir Félagsdómi, skjalasafn dómsins og fleira.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta