Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsótti fangelsið Hólmsheiði

Þórir Tony Guðlaugsson, varðstjóri, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Hólmsheiðarfangelsis, Erla Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri fullnustusviðs og staðgengill forstjóra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar og Unnur Brá Konráðsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti fangelsið Hólmsheiði í dag og kynnti sér starfsemina og húsakynnin. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins, og Erla Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri fullnustusviðs og staðgengill forstjóra, áttu fund með forsætisráðherra og fóru yfir þróun síðustu ára í fangelsismálum og tilurð og starfsemi Hólmsheiðarfangelsisins.

Fangelsið Hólmsheiði var formlega opnað í júní 2016 og var fyrsta fangelsið á Íslandi sem var byggt sem slíkt síðan Hegningarhúsið á Skólavörðustíg var reist árið 1873 og tók til starfa árið 1874.

  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Páll Winkel fangelsismálastjóri - mynd

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta