Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla forsætisráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2018 – 2019

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að þó að atvinnuþátttaka kvenna sé með því mesta sem þekkist í Evrópu sé kynbundin verkaskipting enn einkennandi fyrir íslenskan vinnumarkað, við umönnun og innan heimila. Konur eru líklegri en karlar til að sinna hlutastörfum en tæplega 27% þeirra eru í hlutastarfi samanborið við 6,5% karla. Karlar vinna einnig lengri vinnudag og líklegra er að vinnutími þeirra sé óhefðbundinn en vinnutími kvenna.  Þá kemur fram að konur eru líklegri til að axla ábyrgð á umönnun gagnvart skyldmennum en karlar.

Í skýrslunni kemur einnig fram að konur eru enn í minnihluta í stjórnum fyrirtækja þó að tíu ár séu liðin frá setningu laga um kynjakvóta. Fjallað er um stöðu jafnlaunavottunar en nú hafa alls 160 fyrirtæki og stofnanir með um 71.000 starfsmenn öðlast vottun eða um 51% fyrirtækja og stofnana sem lög um jafnlaunavottun ná til. Loks er í skýrslunni fjallað um aðgerðir stjórnvalda gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni, þar á meðal um fullgildingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningurinn), viðbrögð við #églíka eða #metoo-hreyfingunni, tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola og aukna áherslu á forvarnir.

Skýrsla ráðherra um jafnréttismál er birt á tveggja ára fresti í tengslum við jafnréttisþing.

Skýrsla forsætisráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2018 – 2019

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta