Aukið eftirlit með innflutningi á kjöti
Frá afnámi leyfisveitingakerfis hinn 1. janúar sl. vegna innflutnings á tilteknum landbúnaðarafurðum innan EES hefur ein sending af ófrosnu kjöti farið í dreifingu hér á landi. Var þar um að ræða hálft tonn af nautakjöti sem var flutt inn frá Danmörku. Öll tilskilin skjöl og rannsóknaniðurstöður fylgdu þeirri sendingu. Tekið var sýni úr sendingunni hérlendis og samkvæmt niðurstöðum frá rannsóknastofu greindist ekki salmonella í sýnunum.
Þetta kemur fram í skýrslu Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. febrúar sl. en skýrslan er unnin í tengslum við átaksverkefni um aukið eftirlit sem hófst samhliða afnámi leyfisveitingakerfisins.
Sjá má skýrsluna hér.