Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2020 Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir gerð heimildarmyndar um geðhvörf

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita eina milljóna króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til gerðar heimildarmyndar um geðhvörf. Styrknum verður varið í lokafrágang myndarinnar og kynningarstarf.

Heimildarmyndin sem ber heitið „Þriðji póllinn“ fylgir eftir tveimur Íslendingum sem lifa með geðhvarfasýki og gefur innsýn í veruleika þeirra og aðstandenda þeirra. Myndinni er ætlað að stuðla að hreinskilinni og opinni umræðu um geðsjúkdóma. Í tengslum við sýningu myndarinnar verður boðið upp á umræður, fræðslu og styrktarsýningar meðal annars í samstarfi við Geðhjálp.

Er styrkveitingin í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um mikilvægi þess að efla þjónustu í geðheilbrigðismálum hér á landi ekki síst hvað varðar forvarnir, fræðslu og lýðheilsu.

Leikstjórar myndarinnar eru Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir. Hún er í fullri lengd og verður sýnd í kvikmyndahúsum og í framhaldinu í Ríkissjónvarpinu. Jafnframt liggja fyrir umsóknir um sýningar á kvikmyndahátíðum víða um heim.  Fyrirhuguð frumsýning er í Háskólabíói 27. mars 2020.

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta