Hoppa yfir valmynd
6. mars 2020 Utanríkisráðuneytið

Innleiðingarhalli EES gerða aðeins 0,6 prósent

Fjórða skiptið í röð er innleiðingarhalli Íslands eitt prósent eða minna, en aldrei hefur hallinn haldist undir einu prósenti í svo langan tíma.  

Samkvæmt nýbirtu frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á eftir að innleiða 0,6 prósent EES-gerða hér á landi, en alls töldust fimm tilskipanir óinnleiddar. Ísland nær þar með betri árangri en Liechtenstein (0,9 prósent) en Noregur kom best út úr matinu (0,3 prósent). Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna innan EES var 0,7 prósent.

Innleiðingarhalli Íslands minnkar lítillega frá síðasta mati en þá var hann 0,7 prósent. Fyrir tveimur árum var hann eitt prósent. Dregið hefur því verulega úr hallanum undanfarin tvö ár og er þetta í fjórða sinn í röð sem innleiðingarhalli Íslands er ekki meira en eitt prósent. Til samanburðar náði innleiðingarhalli Íslands hámarki á fyrri hluta ársins 2013, þegar hann nam 3,2 prósentum. 

„Við munum áfram leggja áherslu á að bæta framkvæmd EES-samningsins og skilvirk innleiðing gerða er liður í því. Þá verður áfram unnið í því að auka aðkomu og áhrif á lagasetninguna á fyrri stigum, sem er lykilatriði í því að tryggja að við njótum ávinnings af samningnum til fulls,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta