Hoppa yfir valmynd
16. mars 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skipting gjalddaga á staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds

Alþingi hefur samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar um tvískiptingu á gjalddaga staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds Breytingin felur í sér að í stað þess að greiða eigi alla kröfuna mánudaginn 16. mars verður greiðsla hennar tvískipt. Fyrri helmingur greiðslunnar er með gjalddaga 1. mars og eindaga mánudaginn 16. mars 2020. Seinni helmingur er með gjalddaga 1. apríl og eindaga 15. apríl 2020. Kröfur hafa verið uppfærðar í heimabönkum fyrir báða gjalddaga. Þessi ráðstöfun er hugsuð fyrir fyrirtæki sem þurfa á sérstakri fyrirgreiðslu að halda. Þau fyrirtæki sem eru ekki í þeirri stöðu eru eindregið hvött til þess að greiða báðar kröfurnar strax.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra leggur áherslu á að úrræðið sé ætlað þeim fyrirtækjum sem hafa sérstaka þörf fyrir fyrirgreiðslu: „Þótt við séum í góðri stöðu til að takast á við ástandið, er ljóst að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað munu reyna verulega á þanþol ríkisfjármálanna. Það er því mjög brýnt að þau fyrirtæki sem ekki eru í rekstrarörðugleikum og sjá fram á að geta tekist á við næstu mánuði án aðstoðar, standi skil á sínum gjöldum og standi þannig með samfélaginu, þrátt fyrir að þetta almenna úrræði sé til staðar“.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta