Áform um endurskoðun friðlýsingar Flateyjar á Breiðafirði í kynningu
Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um endurskoðun á friðlýsingu Flateyjar á Breiðafirði. Um er að ræða stækkun á friðlandinu sem þar er fyrir ásamt endurskoðun friðlýsingarskilmála. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Reykhólahrepp.
Í Flatey hefur um langt skeið verið náið samspil manns og náttúru þar sem nýting náttúruauðlinda hefur farið fram með sjálfbærni að leiðarljósi. Verndargildi svæðisins felst fyrst og fremst í að svæðið er búsvæði og varpsvæði mikilvægra fuglastofna en fuglalíf í eynni er afar fjölskrúðugt.
Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega.
Nánari upplýsingar og tillögu að friðlýsingarmörkum má sjá á vef Umhverfisstofnunar.