Hoppa yfir valmynd
24. mars 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Áform um endurskoðun friðlýsingar Flateyjar á Breiðafirði í kynningu

Úr Flatey. - myndUAR/Bergþóra Njála

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um endurskoðun á friðlýsingu Flateyjar á Breiðafirði. Um er að ræða stækkun á friðlandinu sem þar er fyrir ásamt endurskoðun friðlýsingarskilmála. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Reykhólahrepp.

Í Flatey hefur um langt skeið verið náið samspil manns og náttúru þar sem nýting náttúruauðlinda hefur farið fram með sjálfbærni að leiðarljósi. Verndargildi svæðisins felst fyrst og fremst í að svæðið er búsvæði og varpsvæði mikilvægra fuglastofna en fuglalíf í eynni er afar fjölskrúðugt.

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár séu kynnt sérstaklega.

Nánari upplýsingar og tillögu að friðlýsingarmörkum má sjá á vef Umhverfisstofnunar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta